Skilmálar

Skilmálar

Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu. Myrk Store áskilur sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld eða ef um prentvillu er að ræða.

Öll verð í netversluninni geta breyst án fyrirvara. Það verð gildir sem kemur á pöntunarstaðfestingu kaupanda hverju sinni. Heildarkostnaður við kaup á vöru er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun. Hann inniheldur allan kostnað við pöntun þ.e. þjónustu, sendingargjald og fleira. Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður

Kaupandi skuldbindur sig til að gefa réttar upplýsingar við kaupin, svo sem heimilisfang og netfang. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu.

Varnarþing

Komi til málshöfðunar milli kaupanda og Myrk Store um túlkun á skilmála sem er að finna á síðunni, gildi þeirra og efndir skal reka það fyrir íslenskum dómstólum.

Shopping Cart